Um okkur

OK Gæludýrabúð er ný búð en á bak við búðarborðið stendur starfsfólk með áratuga reynslu af sölu og þjónustu sem snýr að gæludýraeigendum  

O og K eru upphafsstafir í nafni eiganda OK Gæludýrabúðar 

Octavia F. Brault eða Ocky eins og hún er kölluð er lærður hundaþjálfari og atferlisfræðingur hunda frá Triple Crown í Bandaríkjunum og hefur átatuga reynslu af þjálfum hunda og að aðstoða hundaeigendur við uppeldi og hegðunarvandamál

Kjartan S. Ólafsson hefur undanfarinn tæp 20 ár verið í innflutningi á gæludýravörum og hefur þann tíma aðstoðað gæludýraeigendur með val á fóðri og þá sérstaklega þegar komið hafa upp vandamál varðandi matartengt óþol.

Í nýrri verslun verður lögð áhersla á þjónustu og hágæða vörur.

Ástríða eiganda OK Gæludýrabúðar er þjónusta og til að geta sem best uppfyllt þá ástríðu toppum við hana með því að bjóða upp á vörur sem standast allan samanburð í gæðum og verði  



Fylgstu með okkur á Facebook og Instagramm



Við bjóðum meðal annars upp:

Fóður í áskrift

Fríar klóaklippingar

Frí nautabein

Aðstöðu til að losa hund við lausan feld sé hann í hárlosi

Aðstoð við val á fóðri

og margt fleira 


Skilaréttur 

  • réttur til að skila ógallaðri vöru er 14 dagar frá afhendingu
  • vörur sem merktar eru með gjafamerki gera kassakvittun óþarfa við skil
  • inneignarnótur  miðast við upprunalegt verð vöru
  • gjafabréf og inneignarnótur gilda í  fjögur ár frá útgáfudegi
  • skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru

Við sjáum sjálf um útkeyrslu á pöntunum innan höfuðborgarsvæðisins á suðurnes og austur fyrir fjall að Selfossi. Aðrar pantanir eru sendar á næsta pósthús.

Örugg greiðslugátt með SALT PAY

Hafa Samband

Okkur er mikið í mun að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini og því tökum við vel á móti öllum skilaboðum.

Skiptir ekki máli hvort þau eru jákvæð eða neikvæð.

Athugaðu að við munum aldrei láta þriðja aðila hafa netfangið þitt né munum við misnota það á nokkurn annan hátt.

    Karfan mín
    Karfa